Flokkun Eyjafj÷r­ur ehf

Úrgangsstýring

GßmasvŠ­i

Akureyrarbær:

Gámavöllur Réttarhvammi 2, Akureyri. Þar eru gámar fyrir helstu úrgangsflokka eins og dagblöð/tímarit, bylgjupappa, fernur og sléttan pappa, málma, hjólbarða, rafhlöður/rafgeyma, timbur, húsgögn, nytjahluti, garðaúrgang, raf- og rafeindatækjaúrgang, kæli- og frystitæki,  svo eitthvað sé nefnt.

Á Akureyri eru einnig svokallaðar grenndarstöðvar fyrir losun á flokkuðum úrgangi í sérmerkt ílát. Á grendarstöðvum eru ílát undir byljgu-/sléttanpappa, dagblöð/tímarit, fernur, plast, málma, glerílát, rafhlöður og kertaafganga. Grendarstöðvarnar eru staðsettir á eftirtöldum stöðum:

 • Glerártorg, vestan verslunarmiðstöðvar
 • Byggðavegur, við Strax verslun
 • Hagkaup við Hjalteyrargötu, á bílastæði
 • Hrísalundur, vestan verslunarmiðstöðvar
 • Kaupangur við Mýrarveg, á bílastæði
 • Síðuskóli, á bílastæði við skólann
 • Giljaskóli, við íþróttahús
 • Bónus í Naustahverfi, sunnan verslunar
 • Naustaskóli, austan leiksskóla
 • Innbær, við leikvöll í Hafnarstræti
 • Ráðhús við Hólabraut, sunnan Akureyrarvallar
 • Holtahverfi, við Miðholt 

Dalvíkurbyggð:

Gámasvæði er við Sandskeið í Dalvíkurbyggð. Þar er móttaka á helstu úrgangsflokkum eins og timbri, garðaúrgangi, dagblöðum/tímaritum, kæli-og frystitækjum, hjólbörðum, fernum og sléttum pappa, bylgjupappa, málmum/brotajárni, svo eitthvað sé nefnt.

Einnig eru staðsettir gámar á eftirtöldum stöðum:
 • Hellu (Árskógsströnd), gámar fyrir: almennan óflokkaðan úrgang.
 • Ytra-Kálfskinn (Árskógsströnd), gámar fyrir: almennan óflokkaðan úrgang.
 • Melbrún (Árskógsströnd), gámar fyrir: timbur og brotajárn.

Eyjafjarðarsveit:

Í Eyjafjarðarsveit eru staðsettir gámar á eftirtöldum stöðum:
 • Þverá, gámar fyrir: almennt sorp, dagblöð/tímarit, fernur og sléttan pappa.
 • Stíflubrú, gámar fyrir: almennt sorp, dagblöð/tímarit, dýrahræ, fernur og sléttan pappa.
 • Reykárhverfi, gámar fyrir: almennt sorp, dagblöð/tímarit, brotajárn, timbur, lífrænan úrgang, fernur og sléttan pappa.

Fjallabyggð/Ólafsfjörður:

Í Ólafsfirði eru staðsettir gámar á eftirtöldum stöðum:
 • Námuvegur norðan hafnarvogar, gámar fyrir: gróður, brotajárn, bylgjupappa, timbur og almennt sorp.
 • Námuvegur við áhaldahús, gámar fyrir: dagblöð/tímarit, fernur og sléttan pappa.

Grýtubakkahreppur:

Í Grýtubakkahreppi eru staðsettir gámar á eftirtöldum stöðum:
 • Nollur, gámar fyrir: almennan óflokkaðan úrgang.
 • Grundarskriða, gámar fyrir: almennan óflokkaðan úrgang.
 • Gljúfrabrú, gámar fyrir: almennan óflokkaðan úrgang.
 • Grenivíkurhólar, gámar fyrir: timbúr, brotajárn, rafhlöður og almennan óflokkaðan úrgang.
 • Jónsabúð, gámar fyrir: bylgjupappa, sléttan pappa og fernur.

Hörgársveit:

Í Hörgársveit eru staðsettir gámar á eftirtöldum stöðum:
 • Náma Björgum, gámur fyrir dýraleifar.
 • Eyrar neðan Rauðuskriðu gámur fyrir dýraleifar.
 • Hraukbær, gámur fyrir dýraleifar.

Svalbarðsstrandarhreppur:

Í Svalbarðsstandarhreppi eru staðsettir gámar við Ráðhúsið á Svalbarðsstönd. Þar er flokkað í eftirfarandi flokka: bylgjupappa, timbur, brotajárn og dagblöð/tímarit.
Fernum og sléttum pappa er safnað sér á hverju heimili í sérstaka poka, sem sendir eru á hvert heimili í sveitarfélaginu.

Auglřsingar

Flokkun ┌rgangs
L÷g og reglur
┴hugaver­ir tenglar
Molta
Fenur
Endurvinnslukortid

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskrßning