Flokkun Eyjafj÷r­ur ehf

Úrgangsstýring

Endurvinnslust÷­varDagblöð/Fernur/Pappi/Gler/Málmur/Rafhlöður/Kertavax

Á Akureyri er grenndargámar á 12 stöðum víðsvegar um bæinn. Þar er geta einstaklingar losað flestan endurvinnluúrgang frá hefðbundu heimilihaldi s.s. fernur, sléttan pappa, bylgjupappa, dagblöð og tímarit, málma, gler, rafhlöður og kertavax. Einnig er hægt að skila þessum úrgangi á gámasvæði. Gámaþjónusta Norðurlands ehf. sér um að þjónusta Akureyrarbæ og er með móttökustöð að Hlíðarvöllum. Einnig eru aðrir þjónustuaðilar með móttöku á eitthvað af þessum úrgangsflokkun og þá yfirleitt í gegnum endurvinnsluílát eða þar sem þeir hafa aðstöðu.

Hjá öðrum sveitarfélögum á Eyjafjarðarsvæðinu eru flest sveitarfélögin með þjónustu í gegnum endurvinnluílát og gámasvæði á hverjum stað. Ekki eru samt alveg allir með gámasvæði.

Spilliefni

Gámaþjónusta Norðurlands ehf. og Hringrás ehf. er með móttöku spilliefna (rafhlöður, rafgeymar, olíuafgangar, málingaafgangar ofl.).


Gámaþjónusta Norðurlands ehf.                           Hringrás ehf.
Hlíðarvöllum, Akureyri                                         Ægisnesi 1, Akureyri
sími: 414 0200                                                    Sími: 462 4281

Opið virka daga frá 08-17

Umbúðir með skilagjaldi

Endurvinnslan Akureyri í samstarfi við Plastiðjuna Bjarg-Iðjulund rekur móttökustöð fyrir einnota umbúðir með skilagjaldi. Talningarvél sér um að flokka og telja heilar umbúðir:

  • Dósir
  • Plastflöskur
  • Gler

Beyglaðar umbúðir þarf að flokka og telja sérstaklega.

Endurvinnslan Akureyri / Plastiðjan Bjarg-Iðjulundur
Furuvöllum 11
Sími: 461 4606


 Fatnaður og klæði

Öllum fatnaði og vefnaðarvöru eins og gluggatjöldum, áklæði, teppum, sængurfötum svo eitthvað sé nefnt skal skila til Hjálpræðishersins eða Rauða krossins á Akureyri. Á báðum stöðum eru gámar og einnig er hægt að skila til þeirra á hefðbundum opnunartímum.

Hjálpræðisherinn, Hertex nytjamarkaður
Hrísalundi 1 b, Akureyri 
Sími: 462 4433 / 661 8415

Opið þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 13-18.

Föstudaga frá Kl. 10-18.

Rauði krossinn
Víðilundi 2, Akureyri
Sími: 461 2374

Opið alla virka daga frá kl. 8-16

Nytjamarkaður

Öllum húsbúnaði, raftækum og öðru því sem fólk vill að fari í endurnotkun er hægt að skila í nytjagáma á gámasvæðunum á Akureyri og í Dalvíkurbyggð. Einnig er hægt að skila beint til Hjálpræðihersins eða Fjölsmiðjunar á Akureyri en þar er á báðum stöðum rekinn nytjamarkaður.

Fjölsmiðjan
Óseyri 1, Akureyri
Sími: 414 9380

Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 10-16

Hjálpræðisherinn, Hertex nytjamarkaður
Hrísalundi 1 b, Akureyri
sími: 462 4433

Opið þriðjudaga og föstudaga frá kl. 10-18.


Málmar og brotajárn

Hringrás ehf. Ægisnesi 1, Akureyri tekur á móti málmum og brotajárni til endurvinnslu.

Hringrás ehf.
Ægisnesi 1, Akureyri
Sími: 462 4281

Opið: mánudaga.- fimmtudaga. 8-12/13-18

Föstudaga 8-12/13-16 

  

Slátur- kjöt- og fiskúrgangur/ Lífrænn heimilsúrgangur

Slátur- kjöt -og fiskúrgang skal losaður hjá jarðgerðarstöð Moltu ehf. á Þveráreyrum í Eyjafjarðarsveit. Athuga að aðeins er hægt að losa kjöt- og sláturúrgang frá viðurkenndu sláturhúsi til Moltu og þá aðeins sláturúrgang sem flokkast sem hættulítill eða úr áhættuflokki 3. Þessi úrgangur er notaður til moltugerðar ásamt garðaúrgangi grasi, hrossataði, pappír og timbri.  Moltan er síðan nýtt til uppgræðslu m.a. á urðunarstaðnum. Lífrænn heimilisúrgangur og frá verslunum og þjónustu er einnig jarðgerður hjá Moltu ehf.

Molta ehf.
Þveráreyrum 1, Eyjafjarðarsveit, 601 Akureyri
Sími: 462 4035
Heimasíða: www.molta.is
Tekið er á móti þessum úrgangi samkvæmt samkomulagi. Hafið samband í síma: 899 5343 eða 898 8405. Einnig er hægt að senda tölvupóst á: vakt@molta.is

Auglřsingar

Flokkun ┌rgangs
L÷g og reglur
┴hugaver­ir tenglar
Molta
Fenur
Endurvinnslukortid

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskrßning