Flokkun Eyjafj÷r­ur ehf

Úrgangsstýring

┴hugaver­ir tenglar

Umhverfisstofnun

Á heimasíðu Umhverfisstofnunar er að finna upplýsingar um ýmis lög og reglugerðir sem snúa að mengunarvörnum og almennum hollustuháttum. Einnig er þar að finna ýmsar aðrar áhugaverðar upplýsingar um umhverfismál og þar á meðal fræðsluvef fyrir börn og unglinga varðandi umhverfismál.

Úrvinnslusjóður

Á heimasíðu Úrvinnslusjóðs er að finna allar helstu upplýsingar um úrvinnslugjald. Hvaða vöruflokkar það eru sem bera úrvinnslugjald og upplýsingar um endurgreiðslur vegna skila á sömu vöruflokkum til endurvinnslu eða endanlegrar förgunar.

Fenúr

Fenúr (Fagráð um endurnýtingu og úrgang) eru félagasamtök sem hafa það að markmiði að standa fyrir faglegri umræðu um sorphirðu og endurvinnslu. Hlutverk þessa félags er miðlun traustra upplýsinga jafnframt því að eiga í alþjóðlegri samvinnu um úrgangsmál.

Vistvæn innkaup

Verkefnið Vistvæn innkaup varð til árið 2003 sem samstarfsvettvangur opinberra aðila sem höfðu áhuga á að innleiða og vinna að vistvænum innkaupum. Tilgangur verkefnisins er að aðstoða opinbera aðila við að innleiða vistvæn innkaup í starfsemi sinni á hagkvæman hátt.

Gámaþjónusta Norðurlands 

Gámaþjónusta Norðurlands er dótturfyrirtæki Gámaþjónustunnar hf  sem starfar á sviði sorphirðu, meðhöndlunar og vinnslu endurvinnsluefna. Gámaþjónusta Norðurlands ehf. annast almenna sorphirðu, leigu og sölu á sorpílátum og gámum. 

Sagaplast ehf. / Endurvinnslan hf. 

Sagaplast ehf. sér um móttöku og áframhaldandi meðhöndlun á öllum gjaldskyldum umbúðum, plasti, bylgjupappa, fernum og sléttum pappa.

Íslenska Gámafélagið ehf.

Íslenska Gámafélagið ehf. er þjónustufyrirtæki á sviði sorphirðu og úrgangsmála. Þjónustusviðið spannar alla þætti almennrar sorphirðu frá fyrirtækjum og einstaklingum.

Hringrás

Hringrás hf. annast brotamálmsmóttöku á Eyjafjarðarsvæðinu samkvæmt samningi við Flokkun.

Meginstarfsemi Hringrásar felst í söfnun, flokkun og endurvinnslu brotajárns. Vinnslustöðvar félagsins eru í öllum landshlutum og færanlegar brotajárnspressur auðvelda alla meðhöndlun og vinnslu og gera fyrirtækinu kleift að koma minni sveitarfélögum til aðstoðar við lausn einstakra verkefna. Hringrás tekur á hverju ári þátt í fjölda hreinsunarverkefna um allt land í samstarfi við  sveitarfélög og fyrirtæki.

Sorpa

Sorpa er byggðarsamlag sjö sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem annast meðhöndlun úrgangs samkvæmt lögum. Á heimasíðu Sorpu er að finna margvíslegan fróðleik um endurvinnslu og flokkun úrgangs, heimajarðgerð og margt fleira.

Sorpeyðingarstöð suðurnesja

Sorpeyðingarstöð suðurnesja er sameignarfélag fimm sveitarfélaga á suðurnesjum sem á og rekur móttöku-, flokkunar og eyðingarstöðina Kölku í Helguvík.  Á heimasíðu Sorpeyðingarstöðvar suðurnesja er að finna ýmsan fróðleik á sviði flokkunar og meðhöndlunar úrgangs.

Sorpurðun vesturlands

Sorpurðun Vesturlands hf. er í eigu sveitarfélaganna á Vesturlandi.  Tilgangur félagsins er móttaka, urðun og förgun úrgangs. Félagið á jörðina Fíflholt á Mýrum.  Þar er rekinn urðunarstaður þar sem sveitarfélögin koma með allan úrgang sem heimilt er að urða.

Landvernd - Vistvernd í verki
Vistvernd í verki er alþjóðlegt umhverfisverkefni fyrir heimili. Markmið verkefnisins er að styðja og hvetja fólk til að taka upp vistvænni lífsstíl skref fyrir skref á þeim hraða sem hver velur sér. Verkefnið er hið eina sinnar tegundar  í heiminum svo vitað sé og hafa kannanir sýnt að það skilar miklum og varanlegum árangri í bættri umhverfisvitund og hegðun.


Til baka

Auglřsingar

Flokkun ┌rgangs
L÷g og reglur
┴hugaver­ir tenglar
Molta
Fenur
Endurvinnslukortid

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskrßning